Hvíld og nægur reglubundinn svefn er öllum börnum nauðsynlegur til að geta viðhaldið vellíðan, andlegri og líkamlegri heilsu og tekist á við lífið og leikinn.
Markmið í hvíld eru að:
• skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft.
• börnin nái góðri slökun

Eldri börnin eiga kyrrláta stund, hlusta á sögu og/eða rólega tónlist, yngstu börnin sofa. Börnin leggjast á dýnu, lögð er áhersla á að skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í hvíldinni. Á yngri deildum fá börnin kodda og teppi og geta haft hjá sér bangsa eða annan hlut sem barninu er kær. Börnin læra að taka tillit hvert til annars. Boðið er upp á að yngstu börnin sofa úti í vagni sem og inni.

Gagnlegar greinar um svefn barna:

Svefnvenjur barna áttavitinn

Svefn ungra barna/ Heilsuvera