Mati á skólastarfi er skipt í innra og ytra mat.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í leikskólum er samkvæmt lögum um leikskóla að:

a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra,
b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla,
c. auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum,
d. tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.
Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á.
Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Sjá nánar Lög um leikskóla; VII. kafli;Mat og eftirlit með gæðum leikskólastarfs. Ytra mat var gert í leikskóla Fjallabyggðar árið 2017, skýrsluna má lesa með því að smella hér.

Það er metnaðarmál Leikskóla Fjallabyggðar að allir þættir innra mats taki mið af skýrum gæðaviðmiðum gildandi menntastefnu hverju sinni sem og skólastefnu sveitarfélagsins. Innra mat er samofið ölllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið.

Skólaárið 2021-2022 mun matsteymi skólans fara í gegnum skipulag og framkvæmd innra mats skólans og meta hvort þau matstæki sem notuð eru í dag séu hentugust til þess að meta þau markmið sem skólinn hefur sett sér.

Gæðaviðmið skólans eru í vinnslu matsteymis og verða sett fram jafnóðum og þau eru klár og samþykkt, þau byggja á gæðaviðmiðum Reykjavíkurborgar sem má skoða hér.

Gæðaviðmið um innra mat
Gæðaviðmið um stjórnun
Gæðaviðmið um uppeldis- og menntastarf
Gæðaviðmið um leikskólabrag
Gæðaviðmið um foreldrasamstarf

Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu árum.
Í júní ár hvert leikskólinn grein fyrir niðurstöðum mats skólaársins í innra matsskýrslu þar sem settir eru fram styrkleikar og tækifæri til umbóta með tímasettri umbótaáætlun.

Innra mat skólans er skipulagt í langtímaáætlun innra mat sem gildir frá 2021 til 2025 og fyrir hvert skólaár er gerð ársáætlun þ.e. hvað verður metið það skólaárið.

Matsteymi skólaárið 2022 - 2023
Fundar að jafnaði einu sinni í mánuði til skiptis á starfsstöðvunum tveimur. Teymið skipaði:

Olga Gísladóttir, Ásdís María Ægisdóttir, Ína Sif Stefánsdóttir, Tinna Dórey Pétursdóttir, Ólína Ýr Jóakimsdóttir, Kristín María Karlsdóttir

Matsteymi skólaárið 2023 - 2024

Fundar að jafnaði einu sinni í mánuði til skiptis á starfsstöðvunum tveimur. Teymið skipa:

Kristín María Karlsdóttir,

Víbekka Arnardóttir,

Tinna Dórey Pétursdóttir,

Ólína Ýr Jóakimsdóttir

Fjóla Sigmundsdóttir

Greinargerðir um innra mat

Skýrsla innra mats vor 2022 leikskóli.pdf

Starfsmannakannanir

Starfsmannakönnun 2022.

Foreldrakannanir

Foreldrakönnun 2023

Foreldrakönnun- niðurstöður desember 2023.pdf