Leikskóli Fjallabyggðar er starfræktur í tveimur byggingum Leikhólum, Ólafsvegi 25 í Ólafsfirði og Leikskálum, Brekkugötu 2 á Siglufirði. Leikskólinn er samtals átta deildir og þar dvelja 100-120 börn, breytilegt milli ára og árstíða hver fjöldinn er.

Leikskólinn er opinn frá kl: 7:45 – 16:15 og vistunartími barnanna er frá fjórum tímum upp í átta og hálfan tíma.

Markmið Leikskóla Fjallabyggðar er að búa börnunum vel skipulagt uppeldisumhverfi sem mætir ólíkum þörfum einstaklinganna og fjölskyldna þeirra. Einkunnarorð skólans eru: Leikur að læra

Leikskólinn starfar samkvæmt fræðslustefnu Fjallabyggðar. Einkunnarorð hennar eru:

Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Helstu símanúmer: Leikhólar: 4649240; Leikskálar: 4649145;

Netfang leikskoli@fjallaskolar.is

Skólastjóri:

Kristín María Hlökk Karlsdóttir, sími 4649242

netfang kristinm@fjallaskolar.is

Viðvera í Leikskólanum

Leikhólar: Mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 - 16:00

annan hvern miðvikudag, fyrsta og þriðja í mánuði frá 8:00 - 13:00

Leikskálar: Þriðjudaga og föstudaga frá 8:00 - 16:00

annan hvern miðvikudag, annan og fjórða í mánuði frá kl 8:00 - 13:00

staðgengill skólastjóra:

Víbekka Arnardóttir, Leikskálum netfang vibekka@fjallaskolar.is

Meðstjórnendur eru:

Björk Óladóttir Leikhólum, netfang bjork@fjallaskolar.is

Guðný Huld Árnadóttir, Leikskálum. netfang gudny@fjallaskolar.is

Heimasíða: http://www.leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is

Leikskóli Fjallabyggðar varð til við sameiningu Leikskála og Leikhóla árið 2010.