Leikskóli Fjallabyggðar er átta deilda leikskóli sem til varð við samruna Leikskála á Siglufirði og Leikhóla í Ólafsfirði árið 2010.

Húsnæði Leikskála var tekið í notkun árið 1993, byggt var við húsið 2016. Þar eru deildir fyrir börn á aldrinum eins til sex ára og nefnast þær Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál. Á Leikskálum er pláss fyrir 90 börn í sveigjanlegri vistun frá fjórum tímum upp í átta og hálfan tíma.

Húsnæði Leikhóla var tekið í notkun í tveimur áföngum, tvær deildir árið 1982 og byggt var við húsið á árinu 2008 og bættist ein deild við og starfsmannaaðstaða batnaði til muna. Deildirnar á Leikhólum heita Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll. Á Leikhólum pláss fyrir allt að 50 börn á aldrinum eins til sex ára í sveigjanlegri vistun frá fjórum tímum upp í átta og hálfan tíma.

Fjallabyggð á og rekur Leikskóla Fjallabyggð.

Reglur um umsóknir og innritun í leikskóla fjallabyggðar

Foreldrahandbók 2023