Einkunnarorð leikskólans eru Leikur að læra og með þeim orðum er lögð áhersla á að leikurinn í allri sinni mynd feli í sér nám og þroskamöguleika fyrir barnið. Því skal leikurinn alltaf vera í öndvegi í leikskólastarfinu og allt nám og þjálfun skal fara fram í gegnum leik.
Við tökum einnig mið af fræðslustefnu Fjallabyggðar sem hefur leiðarstefið Kraftur, Sköpun, Lífsgleði. Þessir meginþættir fléttast inn í allt nám og starf Leikskóla Fjallabyggðar.

Í Leikskóla Fjallabyggðar er markmiðið að börnin

• Séu lífsglöð og þeim líði vel
• Hafi trú á eigin getu
• Beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu
• Séu sjálfstæð, tillitssöm, skapandi og sjálfsörugg í lok leikskólagöngu sinnar.

Markmið leikskólans er að búa börnum og starfsfólki öruggt og þroskandi umhverfi sem býður upp á fjölbreytni í leik og starfi með hlýju, virðingu og samkennd að leiðarljósi.

Leiðir að þessum markmiðum eru:
• Val á viðfangsefnum
• Festa og skipulag
• Opinn og fjölbreyttur efniviður
• Jákvæðni og umburðarlyndi í samstarfi
• Skipulagt hópastarf
• Jákvætt og gott foreldrasamstarf