Munum að merkja allan fatnað barnanna vel.

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og gott er að börnin komi í leikskólann í þægilegum fatnaði sem þolir hnjask og má óhreinkast. Klæðnaðurinn þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega.

Aukaföt

Hvert barn á box inn á deild undir aukaföt, nauðsynlegt er að í boxinu eru: Nærföt, sokkar/sokkabuxur, peysu og buxur.

Leikskólataskan

Í leikskólatöskunni er gott að hafa viðeigandi hlífðarfatnað, flíspeysu, húfu – buff, tvenn pör af vettlingum og ullasokka. Gott er að foreldrar taki upp úr töskunni þau föt sem þau vilja að börnin noti þann daginn og setji í hólfið. Þetta flýtir fyrir að klæða börnin út ásamt því að börnin eiga auðveldara með að klæða sig sjálf.

Fataherbergi

Daglega á að yfirfara hólf barnanna. Blaut og óhrein föt skal taka heim. Á föstudögum er mikilvægt að taka allt sem tilheyrir barninu með heim.

Börnin ganga sjálf um hólfin sín og er það liður í að kenna þeim að hjálpa sér sjálfum.