news

Frestun á starfsdegi 16.10.2020

09. 10. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Samræmdum starfsdegi leikskólanna, sem átti að vera skv. skóladagatali þann 16. október nk., er frestað til 27. nóvember skv. ákvörðun fræðsluráðs. Ástæðan er staðan á COViD-19 sem hefur óhjákvæmilega áhrif á starf og skipulag í leikskólunum næstu vikur, þ.m.t. skipulagða dagskrá starfdagsins. Er honum frestað í von um staðan verði betri í nóvember og starfsdagurinn nýtist þá sem skyldi. Leikskólarnir verða því opnir 16. október nk.

Með kveðju,

stjórnendur leikskóla Vestmannaeyjabæjar

© 2016 - 2020 Karellen